Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020
Ræður Mosab Hassan Yousef fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna.
31.8.2020 | 21:50
Árið 2010 kom hér út bókin SONUR HAMAS sem fjallaði um Mosab Hassan Yousef, sem er sonur leiðtoga Hamas hreyfingarinnar. Hann njósnaði fyrir Ísraela meðan hann lék hryðjuverkamann fyrir sínu heimafólki. Eftir að hafa komið í veg fyrir margar sjálfsmorðssprengjuárásir Hamas liða flýði hann til Bandaríkjanna þar sem hann nú býr. Hann hefur tvisvar haldið stuttar ræður á þingi S.Þ. Fyrri ræðan er tvær mínútur og situr þingið dolfallið undir ræðu hans þar sem hann hakkar í sig forystu Palestínumanna og segir þá gráðuga hræsnara sem beri hag Palestínumanna ekki fyrir brjósti og ati börnum út í dauðann. S.Þ. sagðist hafa lent í tæknilegum vandkvæðum með seinni ræðuna, (ritskoðun) en Ísraelskir aðgerðasinnar tóku hana upp þannig að hún rataði einnig á Youtube. Í þeirri ræðu gagnrýnir hann harðlega BDS hreyfinguna, sniðgöngu Ísraelskra vara og fjárfestinga - sem er stjórnað af leiðtogum Palestínu - og segir hann hreyfinguna skaða hinn almenna Palestínumann.
https://www.youtube.com/watch?v=c2NaiX-hvVQ
https://www.youtube.com/watch?v=pxsMr7k6cZE
Upplýsingin étur börnin sín
30.8.2020 | 22:03
Í hálft þriðja árhundrað hefur Evrópska "Upplýsingin" hreykt sér yfir kristna trú og dæmt hana sem órökrétta og óvísindalega. Mannlega skynsemi hefur hún aftur á móti hafið á guðlegan stall og talið hana hið æðsta takmark siðmenntaðra samfélaga.
Það má fyrirgefa átjándu öldinni barnalega bjartsýni og ofurtrú á mátt mannlegrar skynsemi. En það er annað mál að bera slíkt á borð fyrir Evrópu sem hefur gengið í gegnum tvær heimsstyrjaldir og Helför, þrátt fyrir að setja mannlega skynsemi og rökhugsun í öndvegi á öllum sviðum. Þess vegna ákváðu Þjóðverjar eftir hörmungar Þriðja ríkisins að nefna nafn Guðs í stjórnarskránni. Það skipti þá miklu máli.
Komandi kynslóðir munu óska þess að höfundar Stjórnarskrár Evrópu hefðu nefnt nafn Guðs biblíunnar og hinna kristnu hefða í henni. Þannig yrði það ljóst að Evrópa gæti aldrei orðið "Hús Islam". Við erum á skeiði umburðarlyndis og múslimar eru í minnihluta. Þó eru hermdarverk og við sjáum krauma undir niðri... Með því að sleppa því að nefna nafn hins Gyðing-kristna guðs biblíunnar sem grundvöll menningar okkar höldum við dyrunum opnum í stjórnarskránni fyrir þeirri hugsjón Islam að gera Evrópu að "Húsi Islam". Það er ekki ólíklegt að hin kristna menning Evrópu verði eyðilögð vegna þessa umburðarlyndis og fjölmenningar sem við erum svo stolt af.
Unnið upp úr texta Ortwin Schweitzer
Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast !
30.8.2020 | 14:12
Amnesty International fær rós í hnappagatið fyrir auglýsingaherferðina: Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Pólitíska rétttrúnaðinn setur hljóðan. Eiga ekki allir að trúa á loftslagsvá? Er ekki bannað að gagnrýna afnám borgaralegra réttinda sem stendur? Hvoru tveggja dagskrármál sem virðast hafa alræðislega undirtóna. Sumir segja að framgangur beggja eigi það sameiginlegt að rústa efnahag þjóðríkja og setja fullveldi undir alþjóðlegar stofnanir. Skyldu þau eiga eitthvað fleira sameiginlegt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2020 kl. 19:36 | Slóð | Facebook
Óeirðir og skemmdarverk voru í Malmö í kvöld v. Kóranbrennu
28.8.2020 | 23:08
Múgur og margmenni á götum Malmö til að mótmæla Kóranbrennu, - fjöldi lögreglu og sjúkrabíla sjá https://www.youtube.com/watch?v=RhyUIDtPJ24
Borgarastéttin tekin niður ?
19.8.2020 | 17:39
Kristin trú og kapítalismi tengjast sterkum böndum og eru grundvöllur mikils uppgangs borgarastéttar Vesturlanda sem skeiðað hefur ljósárum fram úr heimsbyggðinni sl. 500 ár eða svo á sviði vísinda, lista og efnahags. Uppgangur Hinnar Kristnu álfu, Evrópu, varð ekki fyrir tilviljun. Biblían er grundvöllurinn. En nú hafa Vesturlönd hafnað bæði kristindóminum og kapítalismanum í skiptum fyrir náttúrutrú og kommúnisma. Báðar þessar stefnur eru miðstýringar- og alræðisstefnur sem krefjast heimsyfirráða, pressa niður efnahagslífið og skilja eftir sig sviðna jörð. Kolefnishlutleysi er t.d. ávísun á hrikalega miðstýringu og fátækt - hreint helvíti á jörð! Sú stefna gengur ekki upp nema mannfólkinu á jörðinni fækki alveg gríðarlega eða lífskjör færist aldir til baka.
Þar sem grundvöllurinn undir hinni þungu byggingu Vesturlanda er brostinn er hrunið óhjákvæmilegt og er þegar hafið eins og sjá hefur mátt í fréttum undanfarin misseri. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mannréttindasáttmálar og tilskipanir, reglugerðir og lög koma ekki í staðinn fyrir kristni í þjóðríki. Innviðir þjóðfélaga eru ekki fyrst og fremst efnislegir heldur andlegir og búa í samfélagsgerðinni sem hvílir á trúarlegri innrætingu. Kristin þjóðfélög Vesturlanda hafa haft yfirburði í mörg hundruð ár, en nú eru blikur á lofti.
Shadowgate Millie Weaver um Djúpríkið í USA
19.8.2020 | 12:54
Youtube og Twitter voru ekki lengi að fjarlægja þessa "upplýsingaóreiðu" af vefjum sínum.
Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast segja auglýsingar Amnesty á biðskýlum Strætó. Ég bæti við ...nema tjáningarfrelsi þjóðrækinna hægri manna og sannkristinna á samfélagsmiðlum því þar er "upplýsingaóreiða" hættuleg fávísum lýð sem er ófær um að draga réttar ályktanir. Hin "rétta" skoðun "alvöru" fjölmiðla má ein heyrast. Sú skoðun speglar heimsmynd alræðis vinstri manna, glóbalista og miðstýringarsinna sem vilja innleiða herská alræðisleg alheimstrúarbrögð andstæð kristni til Vesturlanda, ásamt kommúnisma og afleiddum alræðisstefnum eins og náttúrutrú -einnig nefnt sjálfbær þróun.
Mikil eftirspurn ferðalanga í stofufangelsi á Íslandi
18.8.2020 | 16:09
Er von á mikilli eftirspurn erlendra ferðamanna í 6 daga stofufangelsi á Íslandi? Á mbl.is kemur fram að vertinum ber að hringja í lögreglu ef ferðamaðurinn yfirgefur klefa sinn. Afhenda má mat við herbergisdyr. Þetta er súrrealískt. Er þetta úr bók eftir Kafka? Það er fráleitt að fólk ferðist hingað til að dvelja í stofufangelsi. Efnahag þúsunda, jafnvel tugþúsunda, starfsmanna ferðaþjónustu og fjölskyldna þeirra er fórnað fyrir móðursýki. Já, heilu sveitarfélögunum er fórnað. Þessar aðgerðir eru úr öllu samhengi. Meðalaldur þeirra fáu Íslendinga sem sagðir eru hafa dáið úr Covid er nálægt meðallífaldri þjóðarinnar. Meðalaldur þeirra mörgu sem þjást og deyja munu vegna ofsatrúaragðerða gegn Covid mun verða miklu lægri. Miklu langtímaatvinnuleysi og gjaldþrotum hefur alltaf fylgt vonleysi, aukin andleg og líkamleg veikindi, drykkjusýki og sjálfsmorð. Börnin og ungmennin munu þjást - og deyja. Hver ber ábyrgð á því?
100 vilja hýsa gesti í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það þurfti Breta til að fræða okkur ESB undirgefna á því augljósa.
10.8.2020 | 12:22
Fórnarkostnaður harkalegra sóttvarnaraðgerða er sá að mannslíf tapast segja Bretar. Það þurfti Breta til að fræða okkur, ESB undirgefna, á þessum augljósu sannindum. -að innilokun, skert þjónusta og samfélagsleg höft drepi fólk ekki síður en veirur. Í biblíunni er saga af því þegar refsidómur Guðs kom yfir Ísrael. Í þeirri sögu stendur Davíð frammi fyrir vali um þrenns konar birtingarmynd refsidóms. A. B. eða C. Hungur, sverð eða drepsótt. Davíð valdi drepsóttina með þessum orðum: Ég er í miklum nauðum staddur. Látum oss falla í hendur Drottins, því að mikil er miskunn hans, en í manna hendur vil ég ekki falla (2.Sam.24). Hið sama virðist vera uppi á teningnum nú. Annað hvort tapast mannslíf vegna kóvid eða mannslíf tapast vegna sóttvarnaraðgerða. - Valkostir A og B. Stjórnmálamenn veðja e.t.v. á þann kostinn sem þeir álíta að skili þeim bestri útkomu í kosningum. það er valkostur B. Þeir eru þó alveg að fara á límingunum því þetta er vafasamt veðmál og vandi er um slíkt að spá. Ég fyrir mitt leiti vildi fremur velja kost A, það er að mannslíf tapist vegna plágunnar - með sömu röksemdum og Davíð, í manna hendur vil ég ekki falla. Mér þykir ljóst að afleiðingar valkostar B séu hröðun siglingar þjóðarskútunnar í áttar til alræðisskipulags. Alræðisstefnur hafa átt mjög upp á pallborðið hér á Vesturlöndum í kjölfar þess að við höfnuðum menningararfleifð okkar, kristindóminum.
Islam og kommúnismi/sósíalismi eru hvoru tveggja á blússandi siglingu, bæði í stjórnmálum og fjölmiðlum og eftirlitsiðnaðurinn á,la Stóri bróðir, á,la Kína, á,la And-Kristur sömuleiðis.
Tveir fyrir hverja þrjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Falsfréttir
9.8.2020 | 16:49
Global Disinformation Index (falsfréttastuðull, eða stuðull upplýsingaóreiðu) er hugtak sem glóbalistar fundu upp og nota um það þegar íhaldssamt fólk á samfélagsmiðlum gagnrýnir hugmyndafræði glóbalista. Á hinn bóginn; þegar vinstrisinnaðir glóbalistar gagnrýna hugmyndafræði þjóðhollra íhaldsmanna með uppþotum og ofbeldi nefna glóbalistafjölmiðlar það borgaralega óhlýðni (virðingarverðra) aðgerðasinna! Ríkisfjölmiðillinn o.fl. "alvöru" fréttamiðlar spila með alræðisöflum glóbalismans í þessum öfugsnúna leik og eru því í raun hinar einu sönnu fölsku fréttir þar sem þeir nota gríðarlegt vald sitt til innrætingar pólitískrar rétthugsunar þar sem aðeins eitt sjónarmið fær brautargengi.
Tveimur herrum þjónað
7.8.2020 | 02:54
Ráðamenn reyna að þjóna bæði alþjóðastofnunum sem klæðast sauðargæru og fullvalda Íslandi, en hljóta að elska annan og afrækja hinn. Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi farandfólks felur í sér fullveldisframsal og innleiðing regluverks ESB knosar bæði auðlindir og landbúnað Íslands. Sú þjóð sem stjórnar hvorki eigin landamærum né lagasetningu líður undir lok. Dapurleg örlög Búnaðarstofu og Landbúnaðarráðuneytisins má rekja m.a. til þjónkunar við regluverk ESB. Hálendisþjóðgarður á að uppfylla sáttmála SÞ um sjálfbæra þróun, um endurheimt ósnortinna víðerna þar sem bæði maðurinn og búféð eru aðskotadýr. Spurðu Guðna Ágústsson um afdrif hefðbundins íslensks landbúnaðar þegar Miðhálendið verður í tröllahöndum og Hó smalanna og hundgáin munu heyra sögunni til. Harðsvíraða þéttingu byggðar í höfuðborginni má einnig rekja til samþykkta SÞ um sjálfbæra þróun. Reykjavíkurborg er samstarfsaðili ICLEI, sem er alþjóðleg stofnun með sterk tengsl við SÞ sem aðstoðar borgir við innleiðinguna og tilgangurinn helgar þar meðalið. Spurðu vini Vatnshólsins um sýndarmennsku-umsagnarferlið og sýndarmennsku-íbúalýðræðið.
Þessi Velvakandagrein birtist í Morgunblaðinu fyrr á árinu undir dulnefni mínu, Kjói Kjalar.