Það þurfti Breta til að fræða okkur ESB undirgefna á því augljósa.

Fórnarkostnaður harkalegra sóttvarnaraðgerða er sá að mannslíf tapast segja Bretar. Það þurfti Breta til að fræða okkur, ESB undirgefna, á þessum augljósu sannindum.  -að innilokun, skert þjónusta og samfélagsleg höft drepi fólk ekki síður en veirur. Í biblíunni er saga af því þegar refsidómur Guðs kom yfir Ísrael. Í þeirri sögu stendur Davíð frammi fyrir vali um þrenns konar birtingarmynd refsidóms. A. B. eða C. Hungur, sverð eða drepsótt. Davíð valdi drepsóttina með þessum orðum: Ég er í miklum nauðum staddur. Látum oss falla í hendur Drottins, því að mikil er miskunn hans, en í manna hendur vil ég ekki falla (2.Sam.24). Hið sama virðist vera uppi á teningnum nú.  Annað hvort tapast mannslíf vegna kóvid eða mannslíf tapast vegna sóttvarnaraðgerða. - Valkostir A og B. Stjórnmálamenn veðja e.t.v. á þann kostinn sem þeir álíta að skili þeim bestri útkomu í kosningum. það er valkostur B. Þeir eru þó alveg að fara á límingunum því þetta er vafasamt veðmál og vandi er um slíkt að spá. Ég fyrir mitt leiti vildi  fremur velja kost A, það er að mannslíf tapist vegna plágunnar - með sömu röksemdum og Davíð, í manna hendur vil ég ekki falla. Mér þykir ljóst að afleiðingar valkostar B séu hröðun siglingar þjóðarskútunnar í áttar til alræðisskipulags. Alræðisstefnur hafa átt mjög upp á pallborðið hér á Vesturlöndum í kjölfar þess að við höfnuðum menningararfleifð okkar, kristindóminum. 

Islam og kommúnismi/sósíalismi eru hvoru tveggja á blússandi siglingu, bæði í stjórnmálum og fjölmiðlum og eftirlitsiðnaðurinn á,la Stóri bróðir, á,la Kína, á,la And-Kristur sömuleiðis.  


mbl.is Tveir fyrir hverja þrjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband