Tveimur herrum þjónað

Ráðamenn reyna að þjóna bæði alþjóðastofnunum sem klæðast sauðargæru og fullvalda Íslandi, en hljóta að elska annan og afrækja hinn. Innleiðing á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi farandfólks felur í sér fullveldisframsal og innleiðing regluverks ESB knosar bæði auðlindir og landbúnað Íslands. Sú þjóð sem stjórnar hvorki eigin landamærum né lagasetningu líður undir lok. Dapurleg örlög Búnaðarstofu og Landbúnaðarráðuneytisins má rekja m.a. til þjónkunar við regluverk ESB. Hálendisþjóðgarður á að uppfylla sáttmála SÞ um sjálfbæra þróun, um endurheimt ósnortinna víðerna þar sem bæði maðurinn og búféð eru aðskotadýr. Spurðu Guðna Ágústsson um afdrif hefðbundins íslensks landbúnaðar þegar “Miðhálendið verður í tröllahöndum…” og “Hó smalanna og hundgáin munu heyra sögunni til.” Harðsvíraða þéttingu byggðar í höfuðborginni má einnig rekja til samþykkta SÞ um sjálfbæra þróun. Reykjavíkurborg er samstarfsaðili ICLEI, sem er alþjóðleg stofnun með sterk tengsl við SÞ sem aðstoðar borgir við innleiðinguna og tilgangurinn helgar þar meðalið. Spurðu vini Vatnshólsins um sýndarmennsku-umsagnarferlið og sýndarmennsku-íbúalýðræðið.

Þessi Velvakandagrein birtist í  Morgunblaðinu fyrr á árinu undir dulnefni mínu, Kjói Kjalar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kjarnyrt greining Guðjón. Þetta hefur í raun allt þegar skeð. Það eina sem þarf til að fullgilda gjörninginn er að leyfa framsalið með breytingu á stjórnarskránni.

Magnús Sigurðsson, 7.8.2020 kl. 08:34

2 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Takk fyrir athugasemdina Magnús. Það má vera að stjórnarskrármálið sé hluta af þessu valdaframsali til yfirþjóðlegra stofnana og sé síðasti naglinn í líkkistu frjáls og fullvalda Íslands. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér það mál til hlítar en hef verið á móti því og haft illan bifur á því máli vegna stuðningsmanna þess.   

Guðjón Bragi Benediktsson, 8.8.2020 kl. 12:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband