Alræðistilburðir stjórnvalda?

Á jafnréttis- og loftslagsráðstefnu forsætisráðuneytis í Hörpu í síðasta mánuði komu fram hjá aðalræðumönnum gríðarlegar áhyggjur af því að fjórðungur þjóðarinnar væri vantrúaður á hnattræna hlýnun af mannavöldum. Einn ræðumaður fræðingavæddi vandamálið með enska heitinu polarization eða skautun, sem á mannamáli merkir einfaldlega að landsmenn skiptast í gagnstæðar fylkingar með andstæðar skoðanir. Við alræðisstjórn ríkir ekki tjáningarfrelsi. Er stefnt að slíkri stjórn hér á landi? Úr ræðupúltinu í Hörpu var boðuð sú lausn á þessu vandamáli að takmarka tjáningarfrelsi almennings á samfélagsmiðlum og auka netritskoðun. Mér fannst þetta óhugnalegt og Austantjaldslegt. Sjaldan er ein báran stök. Forsætisráðuneytið stóð skömmu síðar fyrir annarri ráðstefnu um þjóðaröryggi, sem er gott og blessað. En þar voru kynnt til sögunnar ný og dularfull fræðiorð globalista á borð við fjölþáttaógnanir og Global Disinformation Index, sem vekja grunsemdir um vissa alræðistilburði. Í kynningu á ráðstefnunni á vefsíðu Forsætisráðuneytisins var klausa sem skilja má á þann veg að gagnrýni og vantraust á stjórnvöldum sé nú skilgreint sem ógn við þjóðaröryggi: Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölþáttaógnir í víðum skilningi, þ.e. skipulagða beitingu ólíkra aðferða sem miða að því að grafa undan stöðugleika eða trausti á stjórnvöld og stjórnskipan ríkja. Hvernig á að skilja þessa setningu? Við búum ekki í Kína. Er glæpur hér á landi að hafa ekki traust á stjórnvöldum eða beita sér með skipulögðum hætti gegn þeim? Varðar það þjóðaröryggi ef þjóðhollir íhaldsmenn beita sér gegn vinstri ríkisstjórn sem liggur flöt fyrir globalismanum og gamblar með fullveldið?

Global Disinformation Index (alheims falsfréttastuðull) var einnig á dagskrá þjóðaröryggisráðstefnunnar. Þetta teygjanlega hugtak er gjarnan notað um það þegar íhaldssamt fólk á samfélagsmiðlum gagnrýnir hugmyndafræði globalista. Á hinn bóginn; þegar vinstrisinnaðir globalistar gagnrýna hugmyndafræði þjóðhollra íhaldsmanna með hávaða eða ofbeldi er það nefnt borgaraleg óhlýðni virðingarverðra aðgerðasinna! Ríkisfjölmiðillinn o.fl. hreinir og óspjallaðir alvöru fréttamiðlar spila með alræðisöflum globalismans í þessum öfugsnúna leik og eru því í raun hinar einu sönnu fölsku fréttir þar sem þeir nota gríðarlegt vald sitt til innrætingar pólitískrar rétthugsunar þar sem aðeins eitt sjónarmið fær brautargengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband