Alræði eða kristindómur

Undarleg var tjáningin í ræðupúlti aðalræðumanna í Hörpu á ráðstefnu um Jafnrétti og loftslag sem fram fór í síðasta mánuði. Þvílík forræðishyggja og miðstýring og óþol fyrir skoðunum annarra sem birtist þar. Skoðanir þess fjórðungs þjóðarinnar sem ekki trúa á manngert loftslag vill þessi elíta kveða niður með öllum ráðum. Fræðingavætt var "vandamálið" nefnt "pólarisering" úr pontu og hana þurfti heldur betur að kveða niður. Alræði rúmar bara eina skoðun. Alræði er það sem valdhafinn í loftinu hefur í hyggju og mun takast ef vonda fólkið þegir. Óþolið fyrir skoðunum annarra og brennandi löngunin til að miðstýra og hefta efnahaginn undir yfirskini loftslagsvár leynir sér ekki. Verst er að kolefnishlutleysi mun útrýma borgarastéttinni.  Borgarastéttin á tilveru sína og velsæld sína siðaskiptunum að þakka. Ef orð guðs hefði ekki verið tekið inn í lægri stéttirnar væru ennþá bara hástétt og lágstétt, en það er óskadraumur elítu globalista. 

Úr ræðupúltinu var því einnig haldið fram af aðalræðumömnnum að kapítalisminn stæði í vegi fyrir þeirri niðurpressun efnahagslífsins sem kolefnishlutleysi er. Annar andstæðingur loftslagsins var einnig nefndur til sögunnar úr ræðupúltinu, nefnilega Guðs kristni. Náttúrutrú var álitin heppilegri.

Kapítalismi og mótmælendatrú tengjast sterkum böndum og eru orsakir þess að Vesturlönd hafa sl. 500 ár tekið risastökk inn í almenna velsæld borgarastéttarinnar, en aðrir heimshlutar hafa sl. áratugi reynt hermun með nokkrum árangri. Kristindómurinn er mikið áhyggjuefni fyrir einræðisstjórnir.  Kommúnistarnir í Kína hafa endurvakið ofsóknir gegn kirkjunni og Austan tjalds löndin reyndu að úrrýma kristni. Islam reynir einnig að útrýma kristni enda alræðisstefna. Það er því mikið áhyggjuefni fyrir Vesturlönd hve kristni er ýtt til hliðar.  Enda er kristni eini valkosturinn við einræði. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband