Fjölkvænis - spámaðurinn

Múhameð bjó með Khadija fyrstu konu sinni í 25 ár. En eftir dauða hennar og flóttann til Medínu giftist Múhameð hið minnsta fimmtán konum til viðbótar. Margar þessara kvenna voru ekkjur eða fráskildar. Ein kona Múhameðs, Ayesha, var sex ára er hún var lofuð Múhameð og níu ára gömul þegar þau gengu í eina sæng að því er Hadith greinir frá. Árið 628 var María Koptíska, kristin ambátt, gefin Múhameð af landstjóra Egyptalands, Elmokaukas. Hadith greinir frá því að konur Múhameðs hafi orðið afbrýðisamar þegar Múhameð sinnti þeim ekkert um mánaðarskeið en bjó með Maríu einni. Þótt Múhameð hafi fengið "opinberun" sem hastaði á öfund kvenna sinna, þá setti hann vers í Kóraninn sem bannaði konum sínum að giftast aftur eftir dauða sinn. Þegar Múhameð giftist tengdadóttir sinni, Zainab, hneyksluðust margir á svæðinu. Zainab var eina eiginkona Zaid, ættleidds sonar Múhameðs. Dag einn þegar Múhameð kom í hús Zaid, veitti hann eftirtekt æskufegurð fáklædds líkama tengdadóttir sinnar. Hadith greinir frá því að Múhameð hafi lýst yfir: " Lofaður sé Allah, sem umbreytir hjörtum manna!" Þegar Zainab tilkynnti Zaid um þetta atvik, þusti hann yfir til Múhameðs til að bjóðast til að skilja við konu sína og gefa honum hana. Eftir að hafa hafnað þessu boði í upphafi, fékk Múhameð "opinberun" þar sem Allah á að hafa mælst til þess að hann giftist Zainab, tengdadóttur sinni. Níunda árið eftir flóttann til Medínu (árið 630) gafst Mekkaborg upp fyrir Múhameð. Múhameð fór fyrir 10000 manna herliði sem kom sigrandi inn í borgina. Árið 632 lést Múhameð af mikilli hitasótt, 63 ára að aldri, ellefu árum eftir flóttann til Medínu. Úr bókinni Slavery, Terrorism and Islam: The Historical Roots and Contemporary Threat. eftir Peter Hammond, útg. Frontline Fellowship, Cape Town, South Africa, 2010.) Útg. heimilar á titilsíðu endurprentun texta úr bókinni sé heimilda getið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband