Ræður Mosab Hassan Yousef fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna.

Árið 2010 kom hér út bókin SONUR HAMAS sem fjallaði um Mosab Hassan Yousef, sem er sonur leiðtoga Hamas hreyfingarinnar. Hann njósnaði fyrir Ísraela meðan hann lék hryðjuverkamann fyrir sínu heimafólki. Eftir að hafa komið í veg fyrir margar sjálfsmorðssprengjuárásir Hamas liða flýði hann til Bandaríkjanna þar sem hann nú býr. Hann hefur tvisvar haldið stuttar ræður á þingi S.Þ. Fyrri ræðan er tvær mínútur og situr þingið dolfallið undir ræðu hans þar sem hann hakkar í sig forystu Palestínumanna og segir þá gráðuga hræsnara sem beri hag Palestínumanna ekki fyrir brjósti og ati börnum út í dauðann. S.Þ. sagðist hafa lent í tæknilegum vandkvæðum með seinni ræðuna, (ritskoðun) en Ísraelskir aðgerðasinnar tóku hana upp þannig að hún rataði einnig á Youtube. Í þeirri ræðu gagnrýnir hann harðlega BDS hreyfinguna, sniðgöngu Ísraelskra vara og fjárfestinga - sem er stjórnað af leiðtogum Palestínu - og segir hann hreyfinguna skaða hinn almenna Palestínumann. 

https://www.youtube.com/watch?v=c2NaiX-hvVQ

https://www.youtube.com/watch?v=pxsMr7k6cZE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband