Mikil eftirspurn ferðalanga í stofufangelsi á Íslandi
18.8.2020 | 16:09
Er von á mikilli eftirspurn erlendra ferðamanna í 6 daga stofufangelsi á Íslandi? Á mbl.is kemur fram að vertinum ber að hringja í lögreglu ef ferðamaðurinn yfirgefur klefa sinn. Afhenda má mat við herbergisdyr. Þetta er súrrealískt. Er þetta úr bók eftir Kafka? Það er fráleitt að fólk ferðist hingað til að dvelja í stofufangelsi. Efnahag þúsunda, jafnvel tugþúsunda, starfsmanna ferðaþjónustu og fjölskyldna þeirra er fórnað fyrir móðursýki. Já, heilu sveitarfélögunum er fórnað. Þessar aðgerðir eru úr öllu samhengi. Meðalaldur þeirra fáu Íslendinga sem sagðir eru hafa dáið úr Covid er nálægt meðallífaldri þjóðarinnar. Meðalaldur þeirra mörgu sem þjást og deyja munu vegna ofsatrúaragðerða gegn Covid mun verða miklu lægri. Miklu langtímaatvinnuleysi og gjaldþrotum hefur alltaf fylgt vonleysi, aukin andleg og líkamleg veikindi, drykkjusýki og sjálfsmorð. Börnin og ungmennin munu þjást - og deyja. Hver ber ábyrgð á því?
100 vilja hýsa gesti í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Guðjón Bragi
Aðgerðir stjórnvalda, ekki bara hér á landi, hafa alvarlegri afleiðingar en kórónuveiran sjálf. Þetta er ekki bara mitt álit heldur álit fjölda annarra og sérfróðra einnig. Sjá á vefslóð hér fyrir neðan.
https://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/2253598/
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.8.2020 kl. 11:14
Takk fyrir þetta. Myndbandið frá Tony Robbins er sannfærandi.
Guðjón Bragi Benediktsson, 19.8.2020 kl. 11:34