Heilagt stríð (4)

Í Medínu var honum gefinn landskiki og hús, en hann skorti þó ævinlega fé. Þá fyrirskipaði hann árásir á verslunarlestir frá Mekka. Fyrstu þjár árásirnar mistókust allar. Snemma árs 624 heppnaðist múslimum þó fyrirsát á verslunarlest. Árás þeirra kom algerlega að óvörum, því hún átti sér stað í Ramadan, hinum helga mánuði, sem var friðartími sem virtur var jafnvel af illskeyttustu ribböldum. Múhameð hafði þá nýfengið "opinberun" sem leyfði hernað í hinum helga mánuði, Ramadan. Auk herfangsins hélt Múhameð tveimur föngum í gíslingu þar til ættingjar þeirra borguðu 80 únsur silfurs í lausnargjald. Þann 15.mars 624 var orrustan af Badr, þar sem 300 menn Múhameðs sigruðu verndarsveit sem var minnst 5x stærri. Þá voru 40 Mekkabúar drepnir og 60 teknir til fanga en aðeins 14 múslimar töpuðust. Þetta var túlkað sem dýrðarsigur Múhameðs og kraftaverk Allah. Fangarnir voru færðir fyrir Múhameð og hálshöggnir með köldu blóði. Einn fanganna bað sér miskunnar og beiddist þess að fá að ala önn fyrir litlu dóttur sinni. Andsvar Múhameðs var " Vítiseldur!" Múhameð fagnaði síðan þegar maðurinn var afhöfðaður. Múhameð kom á þeirri reglu að fimmtungur herfangsins skyldi renna til Múhameðs. "Vitið að af öllu því herfangi sem þér takið, skal fimmtungur tilheyra Guði og leiðtoganum..."(Surah 8:41).

 

(Úr bókinni Slavery, Terrorism and Islam, The Historical Roots and Contemporary Threat. eftir Peter Hammond, útg. Frontline Fellowship, Cape Town, South Africa, 2010.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband