Múhameð, kalífarnir og heilagt stríð (frh.2)

Frá þeim tíma fékk Múhameð "opinberanir" sem hann hélt fram að kæmu beint frá Guði. Stundum fylgdu líkamleg einkenni þessum opinberunum. Múhameð heyrði bjölluhljóð, svitnaði ógurlega (jafnvel á köldum dögum), froðufelldi, skrifaði í angist, kastaðist til, velti augunum upp, missti meðvitund og komst í ástand sem líktist transi. Árið 613 hóf Múhameð að predika opinberanir sínar á opinberum vettvangi. Í upphafi var boðskapur hans einfaldur og Múhameð lýsti hlutverki sínu sem bundið við eitt markmið: " Aðeins að vara við" Surah 11: 12. Múhameð predikaði nauðsyn þess að gefa sig Allah á vald og varaði við heimsendi og degi dómsins, þar sem allir voru annað hvort dæmdir til vítiskvala eða leyft að ganga inn í Paradís. Boðskap Múhameðs var tekið fálega og með hæðni og fyrirlitningu af flestum Mekkabúum. Þó sneru nokkrir sér að trúnni, svo sem þræll Múhameðs, ættleiddur sonur hans Zaid, Ali frændi hans og Abu Bakr, náinn vinur hans og sálufélagi til lífstíðar. Höfðingjar Mekka hneyksluðust á framhleypni þessa almúgamanns, sem átti ekkert náttúrulegt tilkall til valda og virðingar, en dirfðist að krefja menn sér æðri um hlýðni. Þeir sáu predikanir Múhameðs gegn skurðgoðum þeirra sem byltingaráform með það að markmiði að grafa undan viðurkenndu þjóðfélagsskipulagi. Þrátt fyrir tilraunir Múhameðs til að skapa sættir með guðfræðilegum málamiðlunum með því að taka við þremur vinsælustu gyðjum Mekkabúa ( dætur tunglguðsins Al-lat, Al-uzza og Manat sem meðalgöngurum milli hinna trúuðu og Allah) hæddu Mekkabúar Múhameð: Hver heldur þessi yfirlætislegi fjárhirðir eiginlega að hann sé? Þessi heigull sem flúði af vígvellinum! Þessi öreigi sem á farsæld sína því að þakka að hafa giftst ekkju sem er nógu gömul til að geta verið móðir hans! Kaldhæðni og illkvittni múgsins varð sífellt ofsafyllri.

 </p (Úr bókinni Slavery, Terrorism and Islam, The historical roots and Contemporary Threat. eftir Peter Hammond, útg. Frontline Fellowship, Cape Town, South Africa, 2010.) Birt með leyfi útg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband