Múhameð, kalífarnir og heilagt stríð (frh.2)

Frá þeim tíma fékk Múhameð "opinberanir" sem hann hélt fram að kæmu beint frá Guði. Stundum fylgdu líkamleg einkenni þessum opinberunum. Múhameð heyrði bjölluhljóð, svitnaði ógurlega (jafnvel á köldum dögum), froðufelldi, skrifaði í angist, kastaðist til, velti augunum upp, missti meðvitund og komst í ástand sem líktist transi. Árið 613 hóf Múhameð að predika opinberanir sínar á opinberum vettvangi. Í upphafi var boðskapur hans einfaldur og Múhameð lýsti hlutverki sínu sem bundið við eitt markmið: " Aðeins að vara við" Surah 11: 12. Múhameð predikaði nauðsyn þess að gefa sig Allah á vald og varaði við heimsendi og degi dómsins, þar sem allir voru annað hvort dæmdir til vítiskvala eða leyft að ganga inn í Paradís. Boðskap Múhameðs var tekið fálega og með hæðni og fyrirlitningu af flestum Mekkabúum. Þó sneru nokkrir sér að trúnni, svo sem þræll Múhameðs, ættleiddur sonur hans Zaid, Ali frændi hans og Abu Bakr, náinn vinur hans og sálufélagi til lífstíðar. Höfðingjar Mekka hneyksluðust á framhleypni þessa almúgamanns, sem átti ekkert náttúrulegt tilkall til valda og virðingar, en dirfðist að krefja menn sér æðri um hlýðni. Þeir sáu predikanir Múhameðs gegn skurðgoðum þeirra sem byltingaráform með það að markmiði að grafa undan viðurkenndu þjóðfélagsskipulagi. Þrátt fyrir tilraunir Múhameðs til að skapa sættir með guðfræðilegum málamiðlunum með því að taka við þremur vinsælustu gyðjum Mekkabúa ( dætur tunglguðsins Al-lat, Al-uzza og Manat sem meðalgöngurum milli hinna trúuðu og Allah) hæddu Mekkabúar Múhameð: Hver heldur þessi yfirlætislegi fjárhirðir eiginlega að hann sé? Þessi heigull sem flúði af vígvellinum! Þessi öreigi sem á farsæld sína því að þakka að hafa giftst ekkju sem er nógu gömul til að geta verið móðir hans! Kaldhæðni og illkvittni múgsins varð sífellt ofsafyllri.

 </p (Úr bókinni Slavery, Terrorism and Islam, The historical roots and Contemporary Threat. eftir Peter Hammond, útg. Frontline Fellowship, Cape Town, South Africa, 2010.) Birt með leyfi útg.


Múhameð, kalífarnir og heilagt stríð (1)

Til þess að skilja Íslam, Shariah lög þess, þrælaverslun Múhameðstrúarmanna og hryðjuverk, er nauðsynlegt að við skiljum sögu stofnanda Íslams og kalífanna, arftaka hans. Múhameð, stofnandi Íslam, var fæddur í borginni Mekka árið 570. Samkvæmt múslimskri helgisögn var hann fæddur hreinn, umskorinn, með skorinn naflasteng og hrópaði þegar í stað Allah Akbah! (Guð er mikill!). Faðir hans, Abd Allah lést áður en Múhameð fæddist. Móðir hans Amina ( lasleg kona sem sögð var hafa lagt stund á dulræn fræði og átt það til að verða fyrir ofskynjunum) lést er Múhameð var aðeins sex ára. Múhameð var síðan í umsjá afa síns, Abdul-Muttalib, sem lést þremur árum seinna. Hinum níu ára gamla Múhameð var þá komið fyrir hjá frænda sínum, Abu Talib, sem notaði hann sem úlfaldaekil á einni af úlfaldalestum sínum. Ævisöguritarar hafa skráð að í uppvexti sínum hafi Múhameð verið bitur ungur maður, frústeraður yfir vanmætti sínum, og tilheyrt lægri stigum samfélagsins. Þegar Múhameð var 25 ára, ógnuðu Eþjópíumenn Mekka. Múhameð hljóp burt af vígvellinum og var þá útskúfað félagslega. Hann varð þá fjárhirðir,sem er lægsta félagslega staða í Arabíu. Síðar varð hann aðstoðarmaður farandsala með klæði og það starf færði hann til Hayacha þar sem hann hitti Khadija, auðuga ekkju, 15 árum eldri en hann. Múhameð kom í þjónustu hennar sem úlfaldaekill, og að lokum varð hann yfirmaður hennar. Þegar Khadija valdi að kvænast Múhameð varð umbreyting hans frá fátækt til auðsældar tryggð. Næstu tíu árin færði Múhameð út kvíarnar á fyrirtækjum Khadiju og sýndi færni og hæfileika sem áður höfðu ekki sést með honum. Það var á þessum tíma sem Múhameð byrjaði að hugleiða í einsemd, stundum vikum saman, í hellum Hira fjalls. Það var árið 610, þegar Múhameð var fertugur. að hann greindi Khadiju frá lífsreynslu sem olli honum hugaræsingi. Hann óttaðist að hann væri haldinn illum öndum. Það var þá sem Khadija lýsti því yfir: "Fagnaðu, ó sonur frænda míns, og ver æðrulaus! Af hendi hans sem sála Khadiju hvílir í, vona ég að þú verðir spámaður hans lýðs" Khadija fullvissaði hann um að svo dyggðugur maður sem hann var, gæti ekki verið undir valdi illra anda, heldur skyldi hann taka þessari lífsreynslu sem heimsókn engils og hann skyldi taka á móti kallinu með auðmýkt og gleði. Khadija varð fyrsti Múhameðstrúarmaðurinn. (Úr bókinni Slavery, Terrorism and Islam -The Historical roots and Contemporary Threat. eftir Peter Hammond, útg. Frontline Fellowship, Cape Town, South Africa, 2010.) Birt með leyfi útg.


Bloggfærslur 2. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband