And-Kristur á ferð á Íslandi

Í tilefni fréttar Útvarps Sögu: Sænskur prófessor: þetta er næstum því sama og aflífa fólkið - álíka öruggt og rafmagnsstóllinn  Í fréttinni kom fram að morfín og midazolam hafi veri gefið öldruðum í covid og dregið marga til dauða. Í því tilefni endurbirti ég þetta gamla blogg af vef mínum. 

Anti Kristur hyggst koma við á landinu í næstu viku og leggja fram þingsályktunartillögu um líknarmorð í þriðja skipti. Þú skalt morð fremja eru einkunnarorð hans. Hann hefur andstyggð á boðorðum Guðs og gefst aldrei upp við að koma brotum á þeim til leiðar. Þing eftir þing eftir þing knýr hann á með málefni dauðans. Hann veit sem er að ef dyrnar eru opnaðar í nafni t.d. mannréttinda, þá verður ekki aftur snúið. Þegar mammmón svo kemst í spilið, síðar meir, þegar harðnar á dalnum þá verður gott að geta létt á fjárhagsbyrðum heilbrigðiskerfisins með því að hvetja sjúklinga með þunga umönnun til að farga sér. Og framhaldið verður viðbjóðslegt! En boðorð Guðs eru sem klettur aldanna og breytast ekki, en mannlegar tilfæringar eru sem sandurinn síbreytilegi -eitt í dag og annað og verra á morgun, þótt tilgangurinn sé e.t.v. góður í upphafi. Ekki er gott að byggja á slíkum sandi því húsið mun hrynja að lokum og þá fá ýmsir skell. Til dæmis þeir sem styðja frumvarpið. Að lokum, t.d. í harðara og verra framtíðarríki, verða einnig þeir eða afkomendur þeirra veikir eða geðsjúkir eða gamlir og e.t.v. þung byrði á kerfinu. Viltu borga 10 milljónir fyrir sjúkrarúmið eða má bjóða þér líknandi sprautu og hvíldina eilífu? And Kristurinn er óþreytandi þing eftir þing með málefni tortímingar og dauða. Áfengi í allar búðir, lögleiðing eiturlyfja, líknarmorð, alfrjálsar fóstureyðingar. - og síðast en ekki síst, burt með Nýja Testamentið og Kristinfræði frá grunnskólanemendum, því landið á að verða hundheiðið eða ríki Islams og fara í hundana eins og meginlandið. Allt sem verður þjóðinni til tjóns er hans eftirlæti og það allt í nafni laganna, frelsis og mannréttinda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband