Lognið á undan stormum glóbalismans
11.4.2020 | 10:46
Bjartsýnir bloggarar vona að veiran verði til þess að glóbalisminn verði undan að láta og í hönd fari tímar fullveldisstyrkingar og landamæragæslu. Ekkert bendir þó til annars en þau sterku öfl sem knýja glóbalismann áfram muni nota veiruna sem átyllu til enn frekari alþjóðlegrar miðstýringar - veiran verði bein innspýting í þróun glóbalismans. Seðlar og mynt verða aflögð og viðskipti gerð rafræn, vald alþjóðastofnana verður eflt, til varnar áföllum sem þessum og alþjóðasamstarf mun blómgast sem aldrei fyrr.
Einn helsti drifkraftur glóbalismans er trúin á manngert loftslag og manngerðar náttúruhamfarir. Meðan leiðtogar og lýðir beina meðskapaðri trúarþörf sinni í slíkan farveg er engin von um varanlegt bakslag í þróun glóbalismans. Í Fréttablaðinu sl. mánudag voru þrjá slíkar greinar: Húsið okkar brennur, Loftslagsmálin - hvert stefnir og Hvað ef við myndum bregðast við hamfarahlýnun af sama krafti? Covid 19 er aðeins lognið á undan storminum.