Angurljóđ í plágu
29.9.2020 | 19:53
Orđ Drottins, sem kom til Jóels Petúelssonar. Heyriđ ţetta, ţér öldungar, og hlustiđ, allir íbúar landsins! Hefir slíkt nokkurn tíma til boriđ á yđar dögum eđa á dögum feđra yđar? Segiđ börnum yđar frá ţví og börn yđar sínum börnum og börn ţeirra komandi kynslóđ. Ţađ sem nagarinn leifđi, ţađ át átvargurinn, ţađ sem átvargurinn leifđi, upp át flysjarinn, og ţađ sem flysjarinn leifđi, upp át jarđvargurinn. Vakniđ, ţér ofdrykkjumenn, og grátiđ! Kveiniđ allir ţér, sem vín drekkiđ, yfir ţví ađ vínberjaleginum er kippt burt frá munni yđar. Ţví ađ voldug ţjóđ og ótöluleg hefir fariđ yfir land mitt, tennur hennar eru sem ljónstennur og jaxlar hennar sem dýrsins óarga. Hún hefir eytt víntré mín og brotiđ fíkjutré mín, hún hefir flegiđ allan börk af ţeim og varpađ ţeim um koll, greinar ţeirra urđu hvítar. Kveina ţú eins og mćr, sem klćđist sorgarbúningi vegna unnusta ćsku sinnar. Matfórnir og dreypifórnir eru numdar burt úr húsi Drottins, prestarnir, ţjónar Drottins, eru hryggir. Vellirnir eru eyddir, akurlendiđ drúpir, ţví ađ korniđ er eytt, vínberjalögurinn hefir brugđist og olían er ţornuđ. Akurmennirnir eru sneyptir, vínyrkjumennirnir kveina, vegna hveitisins og byggsins, ţví ađ útséđ er um nokkra uppskeru af akrinum. Vínviđurinn er uppskrćlnađur, fíkjutrén fölnuđ, granateplatrén, pálmaviđurinn og apaldurinn, öll tré merkurinnar eru uppţornuđ, já, öll gleđi er horfin frá mannanna börnum.