Glóbalisminn í spádómum biblíunnar
30.3.2020 | 12:29
Víða í biblíunni er fjallað um framvindu sögunnar og hið gríðar-öfluga alþjóðlega veldi sem drottna mun yfir öllum þjóðum við lok tímanna. Í 7. kafla Daníelsbókar er fjallað um draum Daníels um dýrin fjögur og ráðningu draumsins:... Fjórða dýrið merkir að fjórða konungsríkið mun upp rísa á jörðinni, sem ólíkt mun verða öllum hinum konungsríkjunum, og það mun upp svelgja öll lönd, niður troða þau og sundur merja.
Bæði í Daníelsbók og Opinberunarbókinn kafla 13-17 kemur fram að þetta ríki verður and-kristið og and-gyðinglegt, alþjóðlegt veldi sem kúgar kristna og gyðinga: Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá, og því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð.(Opinb.13.7)
Enginn muni geta keypt eða selt nema viðurkenna (tibiðja) ríki þetta og taka á sig merki þess á hönd eða enni (Opinb.13.k.) Þannig er rafvæðing viðskipta og útrýming seðla og myntar mikilvæg svo þetta rætist. Einnig þarf alþjóðleg miðstýring efnahagslífsins að koma til og knosun fullveldis þjóðríkja undir alþjóðlega stjórn. Þetta mjakast allt í áttina.
Forsendan fyrir því að alþjóðaveldi þetta fái staðist er þó að jarða kristna trú og gera kristið fólk óvirkt. Það er enda yrsta forsenda alræðisafla, t.a.m kommúnista og islamista. Hér eftir nefnt rauð-græna bandalagið, enda í andlegu bandalagi vegna sameiginlegs gyðinga- og kristni haturs beggja. Alræði og kristin trú eiga illa saman.