Alræði eða plága?

Samkvæmt fréttum veltir landlæknir Noregs því fyrir sér hvort rétt sé að leyfa hjarðónæmi að myndast gegn kórónuveikinni í Noregi, það er leyfa plágunni nokkurn veginn að hafa sinn gang. Hann er því líklegur til að hafna kínversku leiðinni sem einu leiðinni til að vernda þjóðina. Hann telur að ef reynt sé að vernda alla gegn henni nú og fáir smitist þá muni plágan bara gjósa upp á ný með haustinu, t.a.m. með smiti að utan. Það má vera að þetta sé rétt hjá honum. Það má vera að kínverska leiðin sé ágæt til síns brúks ef menn sætta sig við alræðisskipulag til langframa. Það er reyndar til alræðisskipulags sem Vesturlönd stefna nú, m.a. fyrir fulltingi loftslagstrúaralræðisins og vera má að veiran flýti þeirri vegferð. Fyrir mig sem kristinn mann fylgir þó sá böggull skammrifi að alræði er anstæðingur kristindómsins. Á máli hagfræðinnar er kristindómur (mótmælendatrú) og alræði gagnkvæmt útilokandi valkostir. Kristindómurinn hefur blessað Vesturlönd gríðarlega efnahagslega og menningarlega sl. 500 ár en aðrir heimshlutar hafa reynt hermun sl. áratugi með nokkrum árangri. Nú sækja alræðisstefnurnar kommúnismi og islamismi hart að Vestulöndum og um leið að kristinni trú. Og við höfum skipulega og samviskusamlega sópað guðstrúnni undir teppið. Mér hugnast ekki alræðisskipulag, plága eða ekki. Hin biblíulega leið til að bægja frá plágu sem vísindin ráða ekki við er að kalla saman lýðinn til bæna og föstu. Nú er tilefni til þess að gráta og iðrast synda sinna og þjóðarinnar og biðja Guð miskunnar fyrir þjóð vora.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband