Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hökki hundur fer á kostum.

Ég fór út með strákana í morgun til að viðra þá og sprella. Við fórum fyrst á skólalóð Vesturbæjarskóla og Því næst niður í fjöru út á Nesi. Ég fann ekki betur en þessi djöflamergur sem hefur verið í veðurfarinu sé á undanhaldi og blíða á næstu grösuum. Ég vona að allt færist brátt í eðlilegt horf og Þrengingin mikla láti bíða eftir sér. Ég fann gamla (1991) Hannah-Barbera spólu er heim var komið. Titill hennar er Íþróttir frá öllum hliðum (Wiki Waki Sports). Þar fara Steinaldarmennirnir, Hökki hundur og Jógi björn á kostum. Leikarar eru Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir, Örn Árnason, Júlíus Brjánsson, Magnús Ólafsson og Þórhallur Siguðsson. Þýðandi er Magnea J Matthíasdóttir. Myndbandasafnið gaf út. Þetta gamla efni er að mínu mati list sem á að varðveita, fínn húmor, krassandi íslenskt málfar og skemmtilegar persónur. Nýja barnaefnið er oft svo gegnsýrt af pólitískum rétttrúnaði og litað af innrætingar- og kennsluþörf sem er pínlega leiðinleg. Það er synd að mikið af slíkum sígildum teiknimyndum  með frábærum íslenskum talsetningum framúrskarandi gamlar hannah barberalistamanna er hvergi að finna í dag. Í raun eru þetta glötuð menningarverðmæti. Ef til vill liggur talsetningin einhversstaðar inni í geymslu, en enginn fær að njóta.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband